Nokkuð þekktur hjónabandsráðgjafi, sem nefnist Sue Johnson, talar um protest polka þegar hún lýsir samskiptum para sem hafa fjarlægst. Protest Polka er í raun þegar að annar aðili í sambandi verður gagnrýninn og ýtinn og hinn fjarlægist og er í vörn.
Þegar þetta samskiptakerfi er komið í gang verður það eins og sjálfstæður dans sem heldur áfram og viðheldur samskiptastöðunni, einn sækir, annar víkur. Einn er ágengur, hinn hörfar. Báðum líður illa. Gæði sambandsins minnka, fólk fjarlægist og mörg pör sem festast í þessum samskiptum enda í skilnaði.
Sækjandi víkjandi kerfið nær oft að byggjast upp þar sem hinum aðilanum í sambandinu er kennt um hvernig fyrir er farið, kennt um að þarfir annars séu ekki uppfylltar og þannig verður andrúmsloftið spennuþrungið. Nokkuð algengt er að fólk rífist og þræti fyrst um sinn en svo minnka ágreiningsefnin og átökin en samskiptastíllinn er enn til staðar. Gremja, pirringur, reiði og vonleysi er undirliggjandi og allt um kring en ekki er leyst úr ágreiningunum.
Þegar jafnvægi er í samskiptum þar sem þörfum beggja er oftast mætt og jafnvægi ríkir er hægt að leysast málefni og ágreiningur en í sækjandi víkjandi byggjast þau upp og stundum kemur sú staða upp að báðir aðilar upplifa að stöðuga óánægju í sambandinu, þörfum hvorugra er mætt fyrir nánd, öryggi og samskipti og óánægjan viðheldur sér. Eðlilega verður maður fúll og fyrir vonbrigðum þegar þörfum manns og óskum er ekki mætt. Það er 100% eðlileg tilfinning í skrýtnum aðstæðum.
Því meira sem sá sem víkur víkur, sækir hinn. Því meira sem sá sem sækir sækir, víkur hinn og þannig heldur það áfram þar til fjarlægðin er orðin of mikið og þau hætta að reyna.
Mörg pör upplifa sig á einhverjum tímapunkti fasta í þessu samskiptamynstri, sumir sjá það koma af og til, aðrir eru fastir í því og þó þetta sé leiðindasamskiptamynstur er hægt að vinna í því að brjóta það upp.
Fyrsta skrefið er að sjá hvernig það virkar og við hvaða aðstæður það gerir vart við sig. Þegar það er komið er stór sigur unninn. Næstu skref eru svo að vinna í að brjóta kerfið upp og vera meðvitaður um sín viðbrögð og breyta þeim og hafa sig og makann í huga.
Comments