top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Hvað með kynlíf?

Langflest pör sem hafa verið í sambandi í einhvern tíma ganga í gegnum tímabil þar sem þau upplifa að nándin og kynlífið er ekki eins og það óskar sér á þessari stundum eða finnur að það saknar nándar.

Það er eðlilegt í nýju sambandi að hafa mikinn áhuga enda er ástríðan yfirleitt mikil, athyglin og nándin til staðar og allt spennandi. En hvað þarf svo til þegar ábyrgðin eykst, hvunndagurinn tekur við til að viðhalda góðu kynlífi?


Þegar rætt er við pör sem segja að kynlífið sé gott er oft nefna þau oft sömu eða svipaða hluti.


- Eyða tíma saman til að tala saman og tengjast, tala um eitthvað sem tengist ekki áhyggjum eða ábyrgð á heimili.

- Taka frá tíma fyrir hvort annað go fara á stefnumót saman.

- Hlæja og eiga reglulega áhyggjulaus samskipti.

- Kyssast ástúðlega reglulega og senda hvort öðru og sýna áhuga um að hafa enn áhuga á nánd og kynlífi.

- Gæta þess að ná aftur saman eftir ósætti og skilja samskipti sín

- Mörg pör skipuleggja og taka frá tíma til að stunda kynlíf


Einn áhugaverður punktur sem Esther Perel hefur bent á að þrá og losti sprettur upp í sjálfstæði og þegar fólk er í S-inu sínu. Margir tengja við að það að makinn kveiki helst í manni þegar hann er öruggur og eilífið utan seilingar. Áhugaverður punktur sem minnir á að jafnmmikilvægt kúr og samvera er að þá er einveran og að rækta sig sem manneskju án makans ekki síður mikilvægt fyrir parasambandið (eins og það er fyrir mann sjálfan).



Eins verður að segja að þegar að fólk segist vera sátt við hvernig kynlífið er segir það alla jafna að það eigi reglulega samtal um hvernig kynlífið er, sem er mikilvægt til að stilla saman strengi.


Heilt yfir má kannski segja að pör sem passa upp á að vera í góðum tengslum og samskiptum í daglega lífinu upplifa kynlífið sitt frekar gott en aðrir.


Upptalningin á því af hverju kynlíf er ekki til staðar eða ábótavant er þó að einhverju leiti spegill á það sem talið hefur verið upp hér að ofan

- lítill tími í góða samveru

- mikil fjarvera frá heimili vegna vinnu

- mikil ábyrgð og verkefni á heimili

- lítið lagt upp úr sáttum og að leysa mál

- forgangsraða öðrum fram yfir maka og fjölskyldu

- önnur utanaðkomandi streita getur auðvitað haft mikil áhrif eins og veikindi, fjárhagsáhyggjur


Allra mikilvægast er að rækta vinskapinn og góðu samskiptin og tala um kynlíf og nánd



102 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page