Um okkur

Við hjá Hönd í hönd, höfum áralanga reynslu af því að styðja við konur og þeirra fjölskyldur fyrir, í og eftir fæðingu. Það er okkar hjartans mál að vera til staðar og veita persónulega þjónustu. Fyrir þig, fyrir ykkur.

2

Soffía

Soffía Bæringsdóttir hefur starfað sem doula frá 2008 og verið þess heiðurs aðnjótandi að vera við yfir fimmtíu fæðingar og aðstoðað hátt í tvö hundrað pör í að undirbúa sig fyrir fæðingu. Hún hefur á undanförnum árum haldið fyrirlestra og námskeið um fæðingarundirbúning og svefn ungbarna, tekið á móti erlendum fyrirlesurum og haldið utanum doulu-nám á Íslandi.
Hún tekur að sér stuðning við verðandi foreldra á meðgöngu, í gegnum fæðingu og í sængurlegu. Auk þess að bjóða upp á paraviðtöl.

Áhugi Soffíu liggur í að veita samfellda, trausta þjónustu, hlúa að og efla foreldra. Í gegnum störf sín sem doula hefur hún fundið hve gífurlegar mikilvægur stuðningur við fjölskyldur er. Metnaður hennar liggur í að vera til staðar fyrir nýjar fjölskyldur á þeirra forsendum.

Soffía er gift þriggja dætra móðir og á einn dásamlega brjálaðan hund.

Menntun:

2018 Fjölskyldufræðingur frá EHÍ
2018 Principles of parent infant pscychology – Anna Freud Centre (PIP)
2017  Grunnámskeið í emotionally focused couples therapy (EFT) Core skills
2016  Fæðingarfræðari (CBE) frá Childbirth international (Childbirth Educator)
2015 Vinnusmiðja með Penny Simkin um áhrif kynferðisofbeldis í æsku á barnshafandi konur
2015 Vinnusmiðjur með Ina May Gaskin um náttúrulegar fæðingar og valdeflingu kvenna
2014 Ráðstefna um brjóstagjöf með Diana West
2013 Hypnobirth- leiðbeinandi frá Hypnobirthing Mongan Method
2013 Leiðbeinendanám í ungbarnanuddi
2012 Rebozo-vinnusmiðja fyrir doulur og ljósmæður
2012 Að lesa í merki ungbarnsins (NBO)
2011 Fæðingardoulunám DONA
2008 Fæðingardoula frá Childbirth international
2005 B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands

Að auki hef ég sótt ráðstefnur og námskeið.

Ég er með aðsetur í Lygnu, Síðumúla 10, Reykjavík