Um okkur

Við höfum undanfarin 10 ár veitt persónulega þjónustu og kappkostað við að vera til staðar fyrir pör á stærstu stundum lífs síns. Með hugsjónina að vopni fær hjartað að ráða för.

 

Soffía

Soffía Bæringsdóttir hefur starfað sem doula frá 2008 og verið þess heiðurs aðnjótandi að vera við yfir fimmtíu fæðingar og aðstoðað hátt í tvö hundrað pör í að undirbúa sig fyrir fæðingu. Hún hefur á undanförnum árum haldið fyrirlestra og námskeið um fæðingarundirbúning og svefn ungbarna, tekið á móti erlendum fyrirlesurum og haldið utanum doulu-nám á Íslandi.

Soffía býður upp á fæðingarundirbúning fyrir einstaklinga og pör, hvort heldur er hefðbundinn fæðingarundirbúningur í stakt skipti eða fæðingarundirbúningur þar sem lögð er áhersla á slökun fyrir fæðingu og að losa sig við ótta fyrir fæðingu. Sérstakt áhugamál er að aðstoða konur fyrir fæðingu sem hafa áður upplifað erfiða fæðingarreynslu.

 

Að auki sinnir hún para- og fjölskyldumeðferð með tengsl og styrk í huga.  Metnaður hennar liggur í að vera til staðar fyrir nýjar fjölskyldur á þeirra forsendum og hjálpa þeim að sjá sinn styrkleika.

Soffía er gift þriggja dætra móðir.

Menntun:

2019 MA í fjölskyldumeðferð frá HÍ
2018 ProfCert í konur, fíkn og áföll frá Háskólanum í Dublin
2018 Fjölskyldufræðingur frá EHÍ
2018 Principles of Parent Infant Pscychology – Anna Freud Centre (PIP)
2017  Grunnámskeið í Emotionally Focused Couples therapy (EFT) Core skills
2016  Fæðingarfræðari (CBE) frá Childbirth international (Childbirth Educator)
2015 Vinnusmiðja með Penny Simkin um áhrif kynferðisofbeldis í æsku á barnshafandi konur
2015 Vinnusmiðjur með Ina May Gaskin um náttúrulegar fæðingar og valdeflingu kvenna
2014 Ráðstefna um brjóstagjöf með Diana West
2013 Hypnobirth- leiðbeinandi frá Hypnobirthing Mongan Method
2013 Leiðbeinendanám í ungbarnanuddi
2012 Rebozo-vinnusmiðja fyrir doulur og ljósmæður
2012 Að lesa í merki ungbarnsins (NBO)
2011 Fæðingardoulunám DONA
2008 Fæðingardoula frá Childbirth international
2005 B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands

Að auki eru fjölmargar ráðstefnur og námskeið ótalin. Soffía er í reglulegri faghandleiðslu.

Aðsetur, Lygna Síðumúli 10, Reykjavík.