Við hjá Hönd í hönd, höfum áralanga reynslu af því að styðja við konur og þeirra fjölskyldur fyrir, í og eftir fæðingu. Það er okkar hjartans mál að vera til staðar. Fyrir þig, fyrir ykkur.

Soffía

Soffía Bæringsdóttir hefur starfað sem doula frá 2008 og verið þess heiðurs aðnjótandi að vera við yfir fimmtíu fæðingar og aðstoðað hátt í tvö hundrað pör í að undirbúa sig fyrir fæðingu. Hún hefur á undanförnum árum haldið fyrirlestra og námskeið um fæðingarundirbúning og svefn ungbarna, tekið á móti erlendum fyrirlesurum og haldið utanum doulu-nám á Íslandi.
Hún tekur að sér stuðning við verðandi foreldra á meðgöngu, í gegnum fæðingu og í sængurlegu. Auk þess að bjóða upp á paraviðtöl.

Áhugi Soffíu liggur í að veita samfellda, trausta þjónustu, hlúa að og efla foreldra. Í gegnum störf sín sem doula hefur hún fundið hve gífurlegar mikilvægur stuðningur við fjölskyldur er. Metnaður hennar liggur í að vera til staðar fyrir nýjar fjölskyldur á þeirra forsendum.

Soffía er gift þriggja dætra móðir.

Menntun:

2016 Stundar nám í fjölskylduþerapíu við EHÍ
2016  Fæðingarfræðari (CBE) frá Childbirth international (childbirth educator)
2015 Vinnusmiðja með Penny Simkin um áhrif kynferðisofbeldis í æsku á barnshafandi konur
2015 Vinnusmiðjur með Ina May Gaskin um náttúrulegar fæðingar og valdeflingu kvenna
2014 Ráðstefna um brjóstagjöf með Diana West
2013 Hypnobirth- leiðbeinandi frá Hypnobirthing Mongan Method
2013 Leiðbeinendanám í ungbarnanuddi
2012 Rebozo-vinnusmiðja fyrir doulur og ljósmæður
2012 Að lesa í merki ungbarnsins (NBO)
2011 Fæðingardoulunám DONA
2008 Fæðingardoula frá Childbirth international
2005 B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands

Við erum með aðsetur í Lygnu, Síðumúla 10, Reykjavík

Bergdís Hörn

Bergdís Hörn Guðvarðardóttir er doulunemi og leggur bæði stund á nám sem fæðingar- og sængurlegudoula.  Hún tekur að sér að styðja verðandi foreldra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu.

Henni þykir mikilvægt að fjölskyldur geti notið heildræns, samfellds stuðnings í barnseignarferlinu frá manneskju sem þær þekkja og tengja við. Metnaður hennar í starfi felst m.a. í  að vera til staðar, hlusta, heyra og hlúa að mæðrum, andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Að efla konur, styrkja og styðja við fjölskyldur og tengslamyndun.

Bergdís hefur í sínum fyrri störfum unnið mikið með fólki, kynnst störfum á  fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og bráðadeild. Unnið með fötluðum og á leikskóla. Hún hefur einnig unnið við fræðslu og myndlistarstörf.

Bergdís er gift, þriggja barna móðir. Hún hefur ólíka reynslu af barnseignarferlinu sem vakti áhuga hennar á að styðja við fjölskyldur á þessum tíma í  lífi þeirra.

Menntun:
2016  Rebozo-vinnusmiðja fyrir doulur og ljósmæður
2016 Námskeið fyrir Stuðningskonur við brjóstagjöf
2016  Fæðingardoulunám Hönd í hönd / Dona International
2015  Sængurlegudoulunám hjá Childbirth International
2015  Meðgöngu- og mömmujógakennaranám – Kundalini jóga
2015  Vinnusmiðjur með Ina May Gaskin
2014  Grunnnámskeið í listmeðferð á MA stigi í Opna Listaháskólanum
2013  M.A. nám í myndlist, öðru ári af tveimur lokið.
2009  B.A. í myndlist frá Listaháskóla Íslands
2001  B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands

Hönd í hönd hefur aðsetur í Lygnu – fjölskyldumiðstöð, Síðumúla 10.