Ráðgjöf og þjónusta

Takk fyrir að kynna þér þjónustuna okkar og leita til okkar

Við erum til staðar, til að styðja við óskir og þarfir verðandi og nýbakaðra foreldra. Við bjóðum upp á fæðingarstuðning og pararáðgjöf.

Við leggjum okkur fram við að vera til staðar af auðmýkt og af þekkingu. Annars vegar er hægt að fá doulustuðning og svo stök viðtöl eða fræðslu. Nánari upplýsingar hér að neðan og svo má alltaf senda póst á soffia@hondihond.is

Fæðingarundirbúningur

Einkatími í fæðingarundirbúningi er sniðinn að ykkar þörfum óháð því hvernig fæðingu þið eruð að undirbúa. Við sníðum fæðingarundirbúninginn að ykkur hvort sem þetta er fyrsta eða þriðja barn, þið stefnið á heimafæðingu eða spítalafæðingu, hvort sem stefnt er á fæðingu eftir keisara eða fæðingu með eða án inngripa.
Við förum meðal annars yfir;
– við hverju megi búast í fæðingunni
– hvað má búast við að fæðingin sé löng
– hvernig hormónar hjálpa í fæðingunni
– hvernig líkaminn bregst við í fæðingunni
– hvernig er hægt að takast á við verkina með öndun, nuddi og stellingum
– komum með hugmyndir af hugaræfingum og bendum á lesefni og aukaæfingar
– og margt fleira

Undirbúningstími er allt að 90 mínútur og kostar 12.000.-

Fæðingarundirbúningur – djúpslökun

Þriggja skipta fæðingarundirbúningsnámskeið, sérsniðið að ykkur með áherslu á djúpslökun og að losa sig við ótta.  Gerðar eru slökunaræfingar og foreldrar fá með sér æfingar til að viðhalda þekkingunni.

Hvert skipti er 90 mínútur og námskeiðið kostar 40.000.- og boðið er uppá námskeiðið í heimahúsi. 

Fæðingarfylgd

Við veitum samfellda fæðingarfylgd fyrir verðandi foreldra. Við kynnumst foreldrum á meðgöngu og veitum fræðslu, fylgjum foreldrum í gegnum fæðingu barnsins samfellt og veitum eftirfylgd eftir fæðingu. Við sérsniðum þjónustuna að ykkur, fyrir nánari upplýsingar sendið póst á soffia@hondihond.is.  Hér er hægt að lesa nánar um douluþjónustuna.

Pararáðgjöf / 

Pararáðgjöf felur í sér að skoða samskiptin sín, skoða ágreiningsmál og hvernig er hægt að leysa þau. Unnið er eftir gagnreyndum parameðferðum svo sem EFT (Emotional focused couples therapy)  og Gottman. Kenndar eru aðferðir til að leysa ágreining, minnka pirring og reiði og auka nánd og skilning. Algengt er að fólk leiti til okkar þegar samskipti eru stirrð og pirruð, fjarlægð komin í samskiptin og nánd hefur minnkað eða mikil streita er í sambandinu.

Viðtalstími er 55 mínútur og kostar 12.000.-

Fjölskyldumeðferð / uppeldisráðgjöf

Stundum þarf maður að setjast niður með einhverjum óháðum aðila og fá aðstoð við að skilja sjálfan sig, sína stöðu í fjölskyldunni og hvert fjölskyldan stefnir. Fá betri innsýn í hver maður er, hvar maður hvaða samskipti maður vill bæta. 

Margir vilja styrkja sig í að setja sér og öðrum mörk. Taka tíma til að átta sig á hvernig maður getur annast sjálfan sig.

Sumir upplifa að þeir séu að brenna út í foreldrahlutverkinu, sífelldar kröfur og endalaus verkefni. ,,Er ég kannski bara búin að klúðra uppeldinu?“

Viðtalstími er 55 mínútur og kostar 12.000.-