Meðgönguógleði

Morgunógleði, morgunógleði.

Jæja, barnið er á leiðinni, tilhlökkunin er til staðar en morgunógleðin rænir allri lífslöngun. Líkaminn er að fara í gegnum miklar breytingar, líf vex innra með þér og hormónarnir eru á fullu og líkamlegar breytingar eru miklar, það er alveg skiljanlegt að það taki á og okkur líði skringilega.

Þrátt fyrir að morgunógleði sé algeng, hvimleið og á stundum langdregin er furðu lítið búið að kanna hana og finna lausnir við henni. Góðu fréttirnar eru auðvitað að yfirleitt er ógleðin hætt innan 12 vikna- þó ekki algilt. Stundum fylgir ógleðin alla meðgönguna og getur orðið alvarlegt krítískt ástand og þá þarf auðvitað að sækja aðstoð til fagfólks og fá stuðning og viðeigandi aðstoð.

Eitthvað er þó hægt að gera og hér koma nokkur ráð en ef ég get einhvern tíma gefið gott ráð er það að fara varlega, ekkert liggur á og hvetja konur til að leyfa sér að hlusta á líkamann og líðan sína. Flest annað getur beðið. En hér er smá upptalning af húsráðum sem hafa virkað fyrir barnshafandi konur í kringum mig.  

Engifer í réttu magni léttir oft ógleðina, te, nammi eða kaldir drykkir hafa allir reynst vel. Sumum felur meir að segja að drekka engifer öl! Engar öfgar, ekki óverdósa á engiferi, hófsemi hjálpar.

engiferl

Setja nokkra dropa af piparmintu-ilmkjarnaolíu í bómull og þefa af því af og til, piparmintute getur líka slegið á ógleðina.

Þrýstipunktanudd getur gert kraftaverk. Svæðanudd er alltaf notarlegt og jafnar orku og nærir líkamann en ákveðnir þrýstipunktar eru sérlega gagnlegir þegar kemur að ógleði. Til að minnka ógleði er hægt að þrýst þremur fingrum fyrir ofan úlnliðinn, getur verið gott að fá aðstoð við þetta, þrýsta létt en þétt og halda í mínútu í senn og endurtaka þrisvar.

Coping with Common Pregnancy Discomforts_5

Nálastungur gera það sama og þrýstipunktanudd og geta svo sannarlega létt á ógleðinni, þú átt að geta fengið tíma hjá ljósmóður eða nálastungusérfræðingi ef ógleðin er mikil.

Hollur og góður matur minnkar yfirleitt ógleði og næg vítamín, ótrúlegt en satt, stundum langar manni bara í eitthvað mishollt þegar manni er óglatt en oftast eykur það bara ógleðina til lengri tíma. Snakk eins og ávextir, grænmeti og hnetur er gott að grípa í og mikilvægt að passa upp á próteinríka fæðu.

Litlir og reglulegir matarskammtar. Flestum gagnast vel að borða lítið í einu en oftar en þær eru vanar.

Mörgum finnst gott að taka Magnesium, meðgönguhormónin hægja á upptöku magnesium og því getur verið gott að fara í magnesium bað.

Í allri ógleðinni og vanlíðaninni má ekki gleyma að vera góður við sjálfan sig, hvílast og borða vel, það er ótrúlega orkufrekt ferli að framleiða barn, við eigum það alveg skilið að taka öllu með ró.