Er barnið svangt?

Nýfætt barn treystir á umönnunaraðila sinn. Það treystir á að umönnunaraðilinn túlki það sem barnið er að segja því í hag. Það er alveg eðlilegt að það taki tíma að kynnast barni og átta sig á því hvað það er að segja manni. Fyrst um sinn sofa börn mest og eru mikið í að drekka og sofa.

Barn er ótrúlega duglegt að segja til hvenær það er orðið svangt eða tilbúið til að drekka. Fyrstu merkin eru að það fer að hreyfa höfuðið lítilega til, leita og rótera. Það opnar munninn enn betur og fer svo að hreyfa höfuðið ákveðið til beggja hliða og leita frekar ákaft. Þetta eru svona fyrstu merkin sem maður sér.

Svo fara þau að setja hendina upp í munn, teygja sig og reygja og maður verður var við aukna hreyfingu. Þarna er barnið orðið svangt og vill endilega fá að borða. Ef maður getur er gott að byrja að gefa barninu að drekka þarna.

Síðustu svengdarmerki ungra barna er þegar þau eru orðin rauð um andlit og niður á kroppinn, hreyfingar eru áberandi og þau skríkja jafnvel og að lokum fara þau að gráta.

Nýfædd börn gráta oft við lítið tilefni, það er alveg eðlilegt og viðbúið að barn gráti því það er svo tilbúið að drekka en það er ávinningur af því að gefa barni strax að drekka áður en það verður mjög svangt.

Myndaniðurstaða fyrir hungry cues

Myndaniðurstaða fyrir hungry cues
Myndin hér að neðan er fengin hjá Storkmama og sýnir myndrænt merki barnsins.

Taubleiur, spurt og svarað

Hvað þarf ég margar bleiur?

Fjöldi bleia fer eftir aldri og hve oft maður ætlar að þvo.

Nýfædd börn fara oft í gegnum um það bil 10 -12 bleiur á sólarhring og oftast er best að hafa nóg til skiptanna, maður kemst af með 14 bleiur en líklega er þægilegast að vera með um 24. Þannig kemst maður upp með að þvo annan hvern dag. Þegar börnin verða eldri þarf ekki að skipta jafn oft um bleiu, bleiurnar eru í minni notkun og ekki sama stressið með þvottinn. Þá er oft mælt með 15-20 bleium.

Nýburar: Mér hefur reynst best að byrja með cover og gas og fitted. Þá er gott að eiga 3-4 cover og um 20 gasklúta og/eða fitted. Velja cover sem passa frá fæðingu og endast svolítið áfram. Okkur fannst þægilegt að eiga nokkrar AIO/vasableiur líka sem við notuðum á ferðinni eða ef ömmur og afar voru að skipta.

Um og eftir sex mánaða færa margir sig yfir í annað kerfi eins og AIO eða vasableiur og þá er gott að eiga 14-20 bleiur. Sumir eiga bara eina tegund eins og t.d. Bumgenius freetime meðan aðrir blanda saman tegundum, eru kannski með vasa og AIO á daginn og nota svo prefold og cover yfir nóttina.

CoverLife_AquaSwirl

Hvaða bleiur eru bestar?

Hér er ekkert gott svar, fer eftir barni og foreldri, vaxtalagi, smekk og aðstæðum. Hvaða bleiur, bleiukerfi eða bleiutegund fer algerlega eftir smekk og um leið og þú ferð að spyrjast fyrir þá heyriru að svörin eru jafnólík og þau eru mörg.

 

Núna 2015 eru Best Bottom og Bumgenius Elemental í algeru uppáhaldi, ég vil helst líka hafa þær einlitar. Með miðjustelpuna mína sem fæddis 2010 voru Patapum-bleiur í uppáhaldi ásamt Montrossum, Happy Heinys og Bumgenius. Árið 2007 voru Swaddlebees í miklu uppáhaldi ásamt Bumgenius, Fuzzibunz og Montrössum.

Skiptir máli hvernig innleggin eru?

Þetta fer líka eftir smekk og barni en úrvalið er gott. Sumir vilja eingöngu lífræna bómull, meðan aðrir sækjast eftir Stay dry innleggjum. Það er hægt að fá bambus-innlegg og innlegg með minkee og svo binky líka (bambus plús minkee), sem og flísrenninga. Flestir vilja eitthvað mjúkt og rakadrægt næst barninu, eitthvað sem heldur vætunni vel frá en er rakadrægt. Á þessu heimili notum við lífræna bómull, stay dry og hamp-innlegg þessa dagana.

En hvað með kúkinn?

Við spáum flest í þetta til að byrja með en flestum finnst það minna mál en þeir halda í upphafi. Þegar nýburar skila frá sér getur verið gott að skola bleiuna svo það festist ekkert í henni en það þarf yfirleitt ekkert að skola bleiurnar hjá brjóstabörnum. Þegar hægðirnar fara svo að verða formaðari er upplagt að nota hríspappír inn í bleiurnar.

Hríspappír virkar þannig að maður setur þunnt lag af hríspappír í bleiuna milli bleiu og barnshúðar og ef barnið kúkar tekur maður einfaldlega pappírinn og hendir í ruslið með öllu sem í var og þrifin verða mikið einfaldari.

Almennt má segja að taubleiur haldi öllum sprengjum vel á sínum stað og margir segja að tauið haldi mikið betur en einnota bleiurnar.

hríspappír

Hvernig þvær maður bleiurnar?

Langeinfaldast að gera það bara í vélinni heima. Allir framleiðendur eru með þvottaleiðbeiningar fyrir sínar bleiur sem gott er að kynna sér vendilega.

Almennt má þvo allar bleiur á 40 og margar á 60. Ef maður er með prefold eða fitted má setja það óhikað á suðu (mín reynsla er sú að það hefur gefist vel að þvo á 60).

Langflestir nota milt og gott þvottaefni eins og Neutral eða C11 og Potion er líka vinsælt.

totsmynd

Sendu mér línu ef þú ert með fleiri spurningar!