Kostir þess að nota burðarsjal eða poka eru fjölmargir og ávinningurinn fyrir foreldri og barn.
- Barnaburður veitir nánd, öll börn vilja vera mikið hjá foreldrum sínum og í fangi og njóta þess að kúra þétt í foreldrafangi. Talað er um að börn gráti mikið minna þegar þau eru í fangi umönnunaraðila, eða allt að 40% minna og í stað gráturs eru þau athugul, afslöppuð og jú stundum sofandi!
- Það er róandi að vera í burðarsjali og auðveldar foreldrum að róa og hugga börn sín, kannski sérstaklega þegar þau eru veik, að taka tennur eða ómöguleg.
- Í sjali er auðvelt að fylgjast með merkjum barnsins um líðan sína og barnið fær líka tækifæri til að fylgjast með umönnunaraðilanum náið.
- Þau sofa betur og lengur, flest börn sofna auðveldlega í foreldrafaðmi og með hreyfingu, ruggi og lykt frá umönnunaraðila eru þau rólegri og sofna frekar.
- Þú kemur meiru í verk. Það er ótrúlegt frelsi sem fylgir því að vera með báðar hendur lausar, matartími er þægilegri, það er hægt að halda á einhverju og án þess að það sé markmið, hægt að ganga heilmikið frá mér krílið þétt upp við sig.