Val á burðarpoka- hvað skal hafa í huga?

Það getur verið gott að hugsa aðeins út í hvernig burðargræja hentar manni áður en fjárfest er í einni slíkri.

Fyrst er kannski að sjá hversu lengi maður vill nota græjuna, er maður bara að hugsa um fyrstu vikurnar og mánuðina eða er maður að hugsa um eitthvað sem endist lengi? Ef maður er að hugsa um eitthvað sem hentar alveg frá fæðingu of fyrstu mánuðina kemur teygjanlegt sjal sterkt inn, ef maður er ekki mikið fyrir að vefja og binda er Baby K´tan málið.babyktn

Ef maður sér fyrir sér að nota græjuna lengi, kannski frá fæðingu / 3-4 mánaða og upp í 2-3 ára koma ofin sjöl, mei tai og formaðir pokar eins og Boba og Manduca vel til greina.
Hafi maður gaman af því að vefja og binda, spá í smáatriði og pæla svolítið er ofið sjal mjög skemmtilegur kostur. Það eru margar týpur til, mismunandi lengdir og hægt að vefja og festa á ólíkan hátt, framan, aftan, hlið- hátt lágt og svo framvegis.
Vilji maður fá handtök er Boba eða Manduca málið, þeir eru auðstillanlegir, notkun þeirra segir sig svolítið sjálf og þeir gefa góðan stuðning og endast auðveldlega fyrstu 3 árin.
meitai
Ef burðarmenn eru tveir og ólíkir í stærð hentar Mei Tai oft mjög vel, það er bundið á mann svo ekki þarf að stilla pokann á milli manna. Mei tai er mjúkt og fyrirferðarlítið. Mei tai hentar líka oft fólki sem er mjög hávaxið (190 plús) því ólarnar eru mislangar eftir framleiðendum og hægt að fá MeiTai með mjög löngum ólum.

Ef maður er viðkvæmur í baki henta formuðu pokarnir yfirleitt best og stundum hef ég það á tilfinningunni að Manduca henti bakveikum betur. Fyrir suma skipti máli hversu mjúkir pokarnir eru og þá koma formuðu pokarnir líka sterkt inn.1414687982df45408