Flestir upplifa breyttar svefnvenjur eftir að barn kemur í heiminn og eru jafnvel svefnvana. Flestir foreldrar fara að sofa áþreifanlega minna eftir að krílið kemur í heiminn. En hvernig er venjulegt svefnmynstur barns? Hvernig má skapa góðar svefnvenjur?

Námskeiðið er einkum ætlað foreldrum barna á aldrinum 0-12 mánaða. Á námskeiðinu er farið yfir svefn og svefnþarfir barna eins árs og yngri, hvað telst eðlilegt svefnmynstur og bent á leiðir til þess að skapa heilbrigt svefnumhverfi. Einnig verður farið yfir hvernig er hægt að skapa góðar svefnvenjur þannig að háttatíminn verði ánægjulegur og áreynslulaus tími fyrir alla fjölskylduna.

Svefn og svefnlausnir er námskeið fyrir alla fjölskylduna þar sem markmiðið er að búa til góðar svefnvenjur með mjúkum aðferðum sem virka til frambúðar. Engin tár, engin læti.

 

Eftir námskeiðið eiga foreldrar að

 

• vita hvað er eðlilegur svefn og hvað eru eðlilegar væntingar til svefns barna á aldrinum 0-12 mánaða.

• þekkja helstu kosti og galla ólíkra svefnstaða.

• kunna leiðir til þess að búa til góða svefnrútínu.

• hafa hugmyndir að því hvernig hægt er að hjálpa barninu að sofna.

Námskeiðið er eitt skipti 2 og ½ tími í senn.
Verð: 10.000.- fyrir foreldra

Við erum reglulega með hópanámskeið fyrir mömmu- og foreldrahópa.