Nudd og slökun í fæðingu

Praktískt og skemmtilegt fæðingarundirbúningsnámskeið þar sem farið er yfir góð og gagnleg ráð sem nýtast pörum vel í fæðingunni.

Á námskeiðinu er farið yfir einfaldar slökunaræfingar og góðar stellingar og stöður í fæðingunni. Kenndar eru leiðir til að nudda á meðgöngu og í fæðingunni, farið yfir hvernig er hægt að nota rebozo til slökunar og bent á góðar og áhrifaríkar leiðir til að takast á við fæðinguna. Við förum yfir hvaða bjargráð nýtast okkur best.

Frábært námskeið sem öll pör geta nýtt sér.

Námskeiðið kostar 12.000.- kr. fyrir parið.

Næstu námskeið:

Þriðjudagurinn 26. júní 
Þriðjudagurinn 14.ágúst
fimmtudagurinn 16. ágúst 

Námskeiðið er hluti af fjögurra skipta námskeiðaröð í Lygnu sem lesa má nánar um á lygna.is

Skráning á lygna.fjolskyldumidstod@gmail.com