Fyrstu fjórir mánuðirnir

Námskeið þar sem við förum yfir fyrstu vikur og mánuði litla barnsins. Á námskeiðinu er farið yfir fyrstu þroskastig barnsins, tjáningarleiðir þess svo sem hvernig það segir okkur að það sé svangt eða vilji leika. Farið er í leiðir til að róa barn og þekkja þreytumerki. Farið er yfir svefn og vökustig barnsins og getu nýburans til að tengjast foreldrum.

Við förum yfir praktísk atriði eins og hvað er gott að eiga, svefnvenjur og örugga svefnstaði, sem og líðan foreldra.
Næstu námskeið:

Þriðjudagurinn 20. febrúar fullbókað

fimmtudagurinn 22.febrúað aukanámskeið

Þriðjudagurinn 27. mars

Skráning á lygna.fjolskyldumidstod@gmail.com eða hér