Hver er munurinn á Boba og Manduca?

Boba og Manduca eru báðir vandaðir burðarpokar sem duga frá fæðingu og upp í tuttugu kíló og eru að mörgu leiti mjög svipaðir burðarpokar.

Það er hægt að bera barnið framan á sér og á bakinu í þeim báðum, þeir styðja báðir vel við barn og burðarmann og eru nokkuð vel stillanlegir. Báðir pokarnir eru með hettu og þeir eru svipað þungir. Þá má setja í þvottavél ef svo ber undir og hægt er að fá slefvörn fyrir þá báða. Þeir eru á svipuðu verði en Boba er aðeins ódýrari en Manduca.
manduca-in-petrol                                                                                                    Boba3GLifeGlacier2Sq-1471-t
Mér finnst þetta yfirleitt vera svona smáatriði og útfærsluatriði. Sumir finna mikinn mun milli poka en aðrir alls ekki.

Munurinn er helst þessi:
*Boba er hægt að nota á tvo vegu, að framan og á bakinu, meðan það er hægt að stilla Manduca á þrjávegu, líka á hliðina.

*Manduca-axlarólarnar er hægt að krossa yfir bakið fyrir betri stuðning t.d. á lengri göngum en ólarnar eru fastar á Boba.

*Boba er með lítinn vasa í mittisólinni og það fylgja ístöð með sem styðja við fætur barnsins sem er ekki á Manduca. Ístöðin er auðvelt að taka af.

*Axlarólarnar eru aðeins ólíkar. Þær eru mjórri og bólstraðri á Manduca en aðeins flatari á Boba.

*Það er lítil ól, svona milliól á báðum pokunum, á Manduca er það frekar mjótt band sem maður smellir en til að færa á milli bila getur þurft að færa það til en það er aðeins breiðara á Boba og böndin eru á sleða sem auðvelt er að færa upp og niður.

*Það er hægt að taka hettuna af Boba og Boba hettan er smellt. Hettan á Manduca er áföst og henni er krækt upp.

*Ungbarnainnleggið í Manduca er innbyggt og þegar maður hættir að nota það rúllar maður því niður í pokann og undir teygjur. Ungbarnastillingin á Boba er þannig að maður smellir púða upp frá mittisólinni og púðann er hægt að hafa í tveimur stærðum og þegar barnið eldist og stækkar tekur maður púðann úr.

Sitzverkleinerer_02                                                                    newbornboba

*Það eru litlar teygjur á böndunum á Boba svo maður getur falið lausu ólarnar. Það er öryggisfesting á mittisól Manduca og öryggisteygjur yfir smellurnar sem er ekki á Boba.

*Mittisólin er aðeins lengri á Manduca.