Gagnsemi doula- rannsóknir

Rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi doula

Þrátt fyrir að doulur séu til þess að gera ný starfstétt hafa verið gerðar margar rannsóknir sem sýna fram á gildi þeirra og gagn.

Doulur eru stuðningskonur á meðgöngu og í fæðingu og sængurlegu doulur styðja svo konur fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Doulur veita stuðning en bera ekki klíníska ábyrgð og eru ekki heilbrigðisstarfsmaður. Starf þeirra er samfellt, það er sama doulan er með sömu fjölskyldunni alla fæðinguna. Ekki má heldur ekki gleyma að doulur vinna fyrir báða foreldra og styrkja maka í fæðingarferlinu og koma ekki í staðinn fyrir maka eða taka yfir þeirra hlutverk. 

En að rannsóknunum. Árið 2012 voru birtar niðurstöður frá Cohraine database þar sem teknar voru saman 22 rannsóknir þar sem meira en 15.000.- konur voru þátttakendur. (Fyrst birt árið 2013)

Stuðningurinn sem konurnar fengu var ólíkur, í einhverjum tilfellum var það stuðningur frá starfsfólki spítalans, svo sem ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi, stuðning frá konum (doulum) sem voru ekki starfsmenn spítalans eða í félagsneti móður (sem væri mamma eða vinkona)  og svo stuðning frá maka eða einhverjum í félagsneti konunnar svo sem ættingi/vinur.

Konurnar sem fengu samfelldan stuðning doulu í gegnum fæðingu voru líklegri til að fæða spontant eða án inngripa eins og áhalda eða keisara og það voru minni líkur á að þær þyrftu verkjalyf. Aukreitis var fæðingin örlítið styttri hjá þeim sem voru með doulur og barnið skoraði almennt hærra á Apgar-skalanum. Engar aukaverkanir fundust, sem er auðvitað mjög ánægjulegt. Sumir hópar innan rannsóknanna komu svo enn betur út t.d. konur í áhættumeðgöngu. Konur sem fengu stuðning doulu voru mun líklegri til að vera ánægðar með fæðinguna sína og mun minni líkur á að þær upplifðu sig ekki við stjórnvölinn og ,,stjórnlausar“ í fæðingu. 

Út frá þessum niðurstöðunum er mælt með að allar konur hafi samfelldan stuðning í gegnum fæðingu frá doulu, s.s. stuðning frá manneskju sem er viðstödd eingöngu til að styðja við fæðinguna og hefur reynslu af fæðingarhjálp og tilheyrir ekki félagsneti manneskjunnar né heldur spítalanum.

Árið 2009 gerði Hrafnhildur Margrét ljósmóðir lokaverkefni sitt um hlutverk doula og ljósmæðra, og talaði við tvær konur sem höfðu notið þjónustu doulu, þær konur voru afskaplega ánægðar með þá þjónustu sem þær fengu. Inni ritgerðinni segja konurnar sem talað var við um douluna sína ma. að hún hafi verið ,,mikill stuðningur við pabbann“ og að hún hafi ,,verið með einstaka nærveru“. Konurnar sem talað var við voru líka mjög ánægðar með ljósmæðurnar aðstoðuðu þær og upplifðu að þær hefðu fengið góðan alhliða stuðning.

Kristún Heiða tók svo viðtal við mig og tvær konur sem höfðu notið þjónustu minnar fyrir nokkru og þær höfðu jákvæða sögu að segja. Töluðu um að doulur væru kjölfesta og að undirbúningurinn hefði verið persónulegur og að það hefði myndast teymi.

Fyrir nokkru voru tekin viðtöl við nokkrar konur sem hafa notið stuðnings doula á Íslandi og vonandi fáum við að sjá niðurstöður úr því fljótlega en fjölskyldurnar sem talað var við voru mjög ánægðar og gaman að fylgjast með því þegar grein og niðurstöður verða kynntar.