Fjölskyldumeðferð

Sem fjölskyldufræðingur býð ég pörum, fjölskyldum og einstaklingum upp á viðtöl.  Sinni alhliða fjölskyldumeðferð með áherslu á samskipti innan parasambandsins út frá tengslameðferð, með áherslu á líðan verðandi foreldra og fyrsta ár barnsins, með áherslu á alhliða uppeldissráðgjöf út frá tengslasjónarmiði.

Fjölskyldumeðferð er samtalsmeðferð sem tekur mið af því að aðstoða fjölskylduna eða einstaklinga innan hennar við að skilja samskiptin sín á milli og hvernig viðbrögð okkar hafa áhrif inn í heildina. Fjölskyldumeðferð vinnur að þvi að  leysa samskiptavanda með velferð fjölskyldunnar að leiðarljósi. Fjölskyldumeðferð vinnur að því að aðstoða fólk við að öðlast dýpri skilning á samskiptakerfinu sínu og ná að tala betur saman.

Við sjáum ekki alltaf hlutina eins