Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð er samtalsmeðferð sem tekur mið af því að aðstoða fjölskylduna við að skilja samskiptin sín á milli og hvernig viðbrögð okkar hafa áhrif inn í heildina. Fjölskyldumeðferð vinnur að þvi að  leysa samskiptavanda með velferð fjölskyldunnar að leiðarljósi. Fjölskyldumeðferð vinnur að því að aðstoða fólk við að öðlast dýpri skilning á samskiptakerfinu sínu og ná að tala betur saman.

Sem nemi í fjölskyldumeðferð (námslok vor 2018) tek ég á móti einstaklingum og pörum

Ég hef sérhæft mig í parasambandinu, sérstaklega á tímamótum þegar fjölgun verður í fjölskyldunni, tengslaeflingu foreldris (foreldra) og barns og líðan fyrir og eftir fæðingu barns. Eins hef ég unnið með uppeldishlutverkið út frá tenglsanálgun (attachmentbased parenting) og aðstoðað foreldra við svefn barna sinna.

 

Við sjáum ekki alltaf hlutina eins