Erfið fæðingarreynsla

Fæðingarreynslan situr með okkur og þegar að hún hefur verið erfið, við jafnvel uppgefnar eftir fæðingu hefur það áhrif á liðan okkar og viðbrögð. Sumir eiga erfitt með að hugsa til baka til fæðingarinnar og stundum mætum við litlum skilningi út á við og það er ekki mikið rými til að tala um reynsluna okkar.  Hér gefst tækifæri til að skoða fæðinguna ofan í kjölinn og leiða leitað til að búa til sátt.

Hagnýtt námskeið sem er sérstaklega hugsað fyrir konur sem eiga að baki erfiða barnsfæðingu og vilja vinna úr þeirri reynslu og deila upplifun sinni með öðrum konum.

Námskeiðið er byggt upp með fyrirlestri og umræðum, þar sem farið er yfir hvað einkennir erfiða fæðingarreynslu og bent á leiðir sem hafa gagnast við að vinna úr fyrri reynslu. Að námskeiði loknu fá þátttakendur námsgagnahefti með sér heim og boðið er upp á viðtal eftir námskeiðið fyrir þær sem vilja fylgja námsefninu eftir.

Námskeiðið kostar 11.000.- krónur. Námskeið, viðtal og námshefti innifalið

Næsta námskeið er í haust,  hafið samband við Soffíu fyrir nánari upplýsingar um dagsetningu.

Skráning á soffia@hondihond.is eða í síma 862-4804