Þjónusta

Takk fyrir að kynna þér þjónustuna okkar

Við Hönd í hönd hjá leitumst við að styðja við óskir og þarfir nýrra og verðandi fjölskylda. Við bjóðum upp á fjölbreyttan fæðingarundirbúning og fæðingarfylgd, slökun og fótanudd.

 

Fæðingarundirbúningur

Hönd í hönd býður upp á einkatíma í fæðingarundirbúningi þar sem farið er yfir við hverju megi búast í fæðingunni, hvernig er best að takast á við verkina þegar þeir koma, æfð tækni svo sem öndun, stöður og aðra slökun.
Undirbúningstími er um 90 mínútur og kostar 9000.-

Fæðingarreynslan

Við bjóðum ykkur að koma í spjall og fara yfir fæðingarreynsluna, tala um ykkar reynslu, skoða algenga líðan eftir erfiða fæðingu og bendum á leiðir og efni til að vinna með hana svo hægt sé að öðlast sátt. Viðtalið er um 60 mínútur, hefti um fæðingarúrvinnslu fylgir og boðið er upp á eftirfylgd eftir viðtalið.
Viðtalið kostar 9000.-

Fótanudd og fæðingarspjall

Fátt er meira endurnærandi en fótanudd. Við bjóðum upp á fótanudd fyrir barnshafandi konur, dásamleg slökun eftir langan dag.
Tíminn er 60 mínútur og kostar 9000.

 

Fæðingarfylgd

Við veitum samfellda fæðingarfylgd fyrir verðandi foreldra. Við kynnumst foreldrum á meðgöngu og veitum fræðslu, fylgjum foreldrum í gegnum fæðingu barnsins samfellt og veitum eftirfylgd eftir fæðingu. Við sérsniðum þjónustuna að ykkur, fyrir nánari upplýsingar sendið póst á soffia@hondihond.is

Paraviðtal / Fjölskylduviðtal

Sem nemi í fjölskyldumeðferðarfræði við Endurmenntun Háskólans býð ég upp á para- og fjölskylduviðtöl. Ég hef sérhæft mig í parasambandi á nýjum tímamótum, líðan um og eftir fæðingu og tengslum foreldra og barns.

Viðtalstími er 60 mínútur og kostar 9000.-