Doulunámskeið

Næsta námskeið er um mitt ár 2018. Frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á fæðingarferlinu og starfa sem doula. Kennt er yfir nokkurra mánaða tímabil, í staðlotum og fjarnámi.

Námskeiðsuppbygging 2018.

16.- 18. mars frá kl. 9 – 17

Þriggja daga námslota þar sem farið er yfir meðgöngu og fæðingu, starfsvið doulu og praktísk atriði. Við notum líka tímann í að kynnast og kynna uppbyggingu námsins betur.

28-29. apríl frá 9-16

Vinnusmiðjur um íslenska starfið, áherslur og starfsvið. Starf doulunnar á Íslandi, praktísk atriði út frá starfsvettvangi og farið er yfir praktísk atriði sem nýtast í stuðningi á meðgöngu og í fæðingu.

23.maí frá kl. 16-21

Heill dagur þar sem áherslan er á brjóstagjöf og nýju fjölskylduna, farið er yfir stuðning við nýja foreldra, almenna þætti varðandi brjóstagjöf.

21.-22. september  Síðasta vinnusmiðjan, hér tökum við saman námið, förum yfir praktísk atriði, rifjum upp námsefnið og fylgjumst með framvindunni. Í september eru stór verkefnaskil. Við gerum áætlun með næstu skref í náminu og kveðjumst á sama tíma.

Námið er í höndum Soffíu Bæringsdóttur, doulu, CBE og annarra gestakennara.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Nánar um námið:

Til að útskrifast sem doula þarf að sitja taka þátt í öllum námshelgunum (90% mætingarskylda), skila verkefnavinnu og vera viðstödd þrjár fæðingar eftir að námið hefst.

Verkefnavinnan er m.a. að lesa 6 bækur tengdar fæðingu og skila úr þeim útdrætti, taka saman tilvísanir, skrifa greinargerð um mikilvægi stuðnings og hlutverk doulu ásamt því að skila mati á fæðingunum sem kona var viðstödd.

Hver og einn getur klárað námið á sínum hraða en miðað er við að því sé lokið innan tveggja ára.