Doulunámskeið

Þá er komið að því, doulunámskeiðið 2018 byrjar í apríl. Frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á fæðingarferlinu og starfa sem doula. Námi fer fram yfir nokkurra mánaða tímabil, er í staðlotum og fjarnámi og krefst því sjálfstæðra vinnubragða.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að kunna góð skil á hvað það er að vera doula, starfssvið doulunnar og vinnubrögð. Geta veitt stuðning á meðgöngu og í fæðingu og vera með staðgóðan skilning á fæðingarferlinu.

Námskeiðsuppbygging 2018.

28.-30. september frá kl. 9 – 17

Þriggja daga námslota þar sem farið er yfir meðgöngu og fæðingu, starfsvið doulu og praktísk atriði. Við notum líka tímann í að kynnast og kynna uppbyggingu námsins betur.

10. og 11. október frá kl. 16-21

Vinnusmiðjur um íslenska starfið, áherslur og starfsvið. Starf doulunnar á Íslandi, praktísk atriði út frá starfsvettvangi og farið er yfir praktísk atriði sem nýtast í stuðningi á meðgöngu og í fæðingu.

13. nóvember  frá kl. 16-21

Dagur þar sem áherslan er á brjóstagjöf og nýju fjölskylduna, farið er yfir stuðning við nýja foreldra, almenna þætti varðandi brjóstagjöf.

19. og 20. febrúar 2019


Síðasta vinnusmiðjan, hér tökum við saman námið, förum yfir praktísk atriði, rifjum upp námsefnið og fylgjumst með framvindunni. Í september eru stór verkefnaskil. Við gerum áætlun með næstu skref í náminu og kveðjumst á sama tíma.

30.janúar 16-18
Námsframvinda

 

Námið er í höndum Soffíu Bæringsdóttur, doulu, CBE og annarra gestakennara.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Nánar um námið:

Námið er opið öllum sem hafa áhuga á doulustörfum. Til að útskrifast sem doula þarf að taka þátt í öllum námsdögum (90% mætingarskylda), vinna verkefni og tileinka sér lesefni. Að auki vera viðstödd þrjár fæðingar eftir að námið hefst.

Verkefnavinnan er m.a. að lesa 6 bækur tengdar fæðingu og skila úr þeim útdrætti, taka saman tilvísanir, skrifa greinargerð um mikilvægi stuðnings og hlutverk doulu ásamt því að skila mati á fæðingunum sem kona var viðstödd.

Að auki förum við vel yfir stuðning á meðgöngu og í fæðingu, nudd og rebozo-notkun á meðgöngu og í fæðingu sem og grunnatriði stuðnings í sængurlegu.

Miðað er við að námið taki tvö ár í heildina.
Verð 107.000.- en 97.000.- ef gengið er frá greiðslu fyrir 15. mars.

Nánari upplýsingar á soffia@hondihond.is