Newborn baby girl sleeping

Hvernig Rebozo?

Líklega er Rebozo orðið nokkuð þekktara en það var. Rebozo er einfaldlega sjal sem má not á ólíka vegu og ég hef mest notað það sjálf til að bera eigin börn og nudda í fæðingu. Það er auðvelt að nota það til slökunar og nudds fyrir hvern sem er sem og á meðgöngu.

Það er betra að vanda til verka þegar keypt er Rebozo, svo það nýtist vel og virki eins og það á að virka. Fyrsta „rebozoið“ mitt var samt pasmína úr Tiger og dugði fyrst um sinn svo maður þarf heldur ekki að vera hræddur við að prófa sig áfram.

Rebozo-ið ætti að vera að minnsta kosti 2 metra langt, en ekki lengra en þrír metrar. Mér hefur fundist best að nota sjöl sem eru 2,6- 2.85 metrar á lengd. Þannig er það nógu langt til að nota í allt nudd og svo til að bera barn en ekki það langt að efnið þvælist fyrir. Ef nota á rebozo-sjalið í nudd og fæðingar er hægt að sjá hvort lengdin sé hentug með því að vefja sitthvorum enda sjalsins um hendurnar á sér og láta það slaka niður á gólf svo manneskja gæti legið í því. Ef það er hægt er sjalið nógu langt og smá aukalengd í lagi. Í raun eru sjöl sem eru lengri en þrír metrar mikið hentugri sem burðarsjöl.

Efnið verður að vera velofið, yfirleitt hentar bómull best en vel ofin ull hentar líka vel. Sjalið þarf að vera passlega þykkt svo það gefi sig ekki, helst án uppbrots við endana (getur meitt). Þegar sjalið er teygt beint á það ekki að gefa eftir en ef það er teygt á endana ætti það að gefa eftir lítillega – ca hálfan sentimetra. Almennt henta gerviefni ekki og hefðbundið silki er of sleipt. Velofið, þykkt hrásilki getur gengið upp.

Góð bómullarsjöl batna með notkun, svo með því að handfjalta sjalið mikið, nota það vel verður það mýkra og skemmtilegra í notkun. Þegar þvo á sjal er best að þvo það sér í þvottavél með litlu þvottaefni og strauja það á góðum hita eftir þvott.

Mæðradagurinn (1)

Val á burðarpoka- hvað skal hafa í huga?

Það getur verið gott að hugsa aðeins út í hvernig burðargræja hentar manni áður en fjárfest er í einni slíkri.

Fyrst er kannski að sjá hversu lengi maður vill nota græjuna, er maður bara að hugsa um fyrstu vikurnar og mánuðina eða er maður að hugsa um eitthvað sem endist lengi? Ef maður er að hugsa um eitthvað sem hentar alveg frá fæðingu of fyrstu mánuðina kemur teygjanlegt sjal sterkt inn, ef maður er ekki mikið fyrir að vefja og binda er Baby K´tan málið.babyktn

Ef maður sér fyrir sér að nota græjuna lengi, kannski frá fæðingu / 3-4 mánaða og upp í 2-3 ára koma ofin sjöl, mei tai og formaðir pokar eins og Boba og Manduca vel til greina.
Hafi maður gaman af því að vefja og binda, spá í smáatriði og pæla svolítið er ofið sjal mjög skemmtilegur kostur. Það eru margar týpur til, mismunandi lengdir og hægt að vefja og festa á ólíkan hátt, framan, aftan, hlið- hátt lágt og svo framvegis.
Vilji maður fá handtök er Boba eða Manduca málið, þeir eru auðstillanlegir, notkun þeirra segir sig svolítið sjálf og þeir gefa góðan stuðning og endast auðveldlega fyrstu 3 árin.
meitai
Ef burðarmenn eru tveir og ólíkir í stærð hentar Mei Tai oft mjög vel, það er bundið á mann svo ekki þarf að stilla pokann á milli manna. Mei tai er mjúkt og fyrirferðarlítið. Mei tai hentar líka oft fólki sem er mjög hávaxið (190 plús) því ólarnar eru mislangar eftir framleiðendum og hægt að fá MeiTai með mjög löngum ólum.

Ef maður er viðkvæmur í baki henta formuðu pokarnir yfirleitt best og stundum hef ég það á tilfinningunni að Manduca henti bakveikum betur. Fyrir suma skipti máli hversu mjúkir pokarnir eru og þá koma formuðu pokarnir líka sterkt inn.1414687982df45408

 

bobaforeldrar

Kostir barnaburðar

Kostir þess að nota burðarsjal eða poka eru fjölmargir og ávinningurinn fyrir foreldri og barn.

  1. Barnaburður veitir nánd, öll börn vilja vera mikið hjá foreldrum sínum og í fangi og njóta þess að kúra þétt í foreldrafangi. Talað er um að börn gráti mikið minna þegar þau eru í fangi umönnunaraðila, eða allt að 40% minna og í stað gráturs eru þau athugul, afslöppuð og jú stundum sofandi!
  2. Það er róandi að vera í burðarsjali og auðveldar foreldrum að róa og hugga börn sín, kannski sérstaklega þegar þau eru veik, að taka tennur eða ómöguleg.
  3. Í sjali er auðvelt að fylgjast með merkjum barnsins um líðan sína og barnið fær líka tækifæri til að fylgjast með umönnunaraðilanum náið.
  4. Þau sofa betur og lengur, flest börn sofna auðveldlega í foreldrafaðmi og með hreyfingu, ruggi og lykt frá umönnunaraðila eru þau rólegri og sofna frekar.
  5. Þú kemur meiru í verk. Það er ótrúlegt frelsi sem fylgir því að vera með báðar hendur lausar, matartími er þægilegri, það er hægt að halda á einhverju og án þess að það sé markmið, hægt að ganga heilmikið frá mér krílið þétt upp við sig.
Newborn baby girl sleeping

Af hverju ekki framvísandi í burðarpoka?

Það er flestum léttir að nýta sér burðarpoka eða sjal og dásamlegt að hafa barnið þétt og öruggt í fanginu og oft vaknar þessi spurning, er ekki hægt að snúa barninu fram svo það sjái svolítið betur?

Auðvitað er það freistandi, barnið er í sömu augnstefnu og maður sjálfur og getur fylgst vel með og þetta getur verið heljarinnar stuð en þegar maður hugsar örlítið betur út í stöðuna á sér og barninu áttar maður sig á að líklega er það betra fyrir mann sjálfan og ekki síst barnið að það snúi að manni.

Mynd sem sýnir fína stöðu barns í burðarpoka.

 

Ákjósanleg staða fyrir barn í burðarpoka er þegar það fær stuðning út sem næst hnjám. Barnið situr með þungann á rassinum og stuðningurinn nær út við lærleginn og fæturnir eru gleiðir og mjaðmirnar stöðugar. Þegar barn snýr fram í burðarpoka er komið álag á mjaðmasvæðið, fæturnir þrýstast saman og niður. Það er ekki nægjanlegur stuðningur við mjaðmir og fæturnir dangla niður. Í þannig stöðu er barnið komið í stöðu sem það getur ekki undir eðlilegum kringumstæðum, litlir kroppar vilja vera með sveigt bak ( í C ) og fæturna dregnar saman ( í M stöðu við mjaðmir) og örlítið upp á við, svona púpulaga.

óbaby

Barn sem snýr fram þrýstist líka að líkama burðarmanns og verður að aðlaga sig líkamsgerð þess og oftast myndast óþægilegur þrýstingur við bak barnsins sem neyðir það til að vera með beint bak, lítil börn eru almennt með sveigt bak og álagið á efra bakið því orðið þónokkuð, á sama tíma og efra bakið þrýstist fram fara mjaðmirnar aftur sem er öfug staða við náttúrulega stöðu barns.

Mynd sem sýnir óæskilegt álag á fæturna.
Mynd sem sýnir óæskilegt álag á fæturna.

Í framvísandi burðarpoka má líka gera ráð fyrir að álag á kynfærasvæðið aukist, þar sem þau hanga meir en að sitja og er sérstaklega varhugavert fyrir drengi, þar sem þrýstingurinn er á öll ytri kynfærin og gera má ráð fyrir að við hreyfingu myndist líka meiri varmi við bleiusvæðið.

Oförvun er eitthvað sem gott er að hafa í huga og barn sem vísar fram kemst ekki í skjól undan áreitinu. Við sem erum orðin fullorðin áttum okkur oft ekki á áreitinu sem fylgir umhverfi okkar en fyrir barn sem er að læra er allt skynáreiti. Ljós, hlutir úr umhverfinu, hljóð og fólk verður til þess að það er auðvelt að vera fyrir oförvun, barnið nær ekki að melta umhverfi sitt og meta. Þau verða æst pata höndum og skríkja jafnvel en ná ekki að snúa sér í skjól frá áreitinu og hvíla sig um stund. Oförvun getur haft áhrif í nokkra stund á eftir, börnin eru æst og ná ekki að róa sig niður. Þegar barn er í burðarpoka sem snýr að burðarmanni, á það auðvelt með að grúa að burðarmanni og fá skjól frá áreitinu og stilla því sem það tekur inn í hóf.

Höfuð og háls barns fær heldur ekki nægjanlegan stuðning, þegar barnið er glaðvakandi og heldur ekki ef það fer að syfja eða vill snúa sér undan skynörvuninni, með óþarfa álagi á höfuð og háls.

bobafaceforward

Fyrir burðarmanneskjuna sjálfa er óþægilegra að hafa barnið framvísandi því líkami barnsins lagast ekki eins að með bakið við og ef það er maga í maga. Álagið verður meira á axlir og ekki ólíklegt að það rífi í. Það er líka erfiðara að lesa í merki barns og hljóð þegar það er framvísandi.

En hvað er þá til ráða þegar kona vill bera barnið sitt en bjóða því upp á að sjá umhverfi sitt betur en ef barnið vísar að manni?

Eitt ráð er að færa burðarsjalið/pokann aðeins út á hlið, nær mjaðmasvæðinu, þá sér barnið fram og aftur fyrir sig vel en er enn í góðri líkamsstöðu og getur snúið sér í skjól þegar það er búið að fá nóg. Annað sem hægt er að gera er að bera barnið á bakinu og passa að setja það svolítið ofarlega, þá fær barnið sömu augnsýn og burðarmaður en getur enn snúið sér í skjól.

bobaforeldrar

Nánari upplýsingar fást meðal annars hér og hér.