Best bottom cover og bleiur

Ég elska Best Bottom- kerfið, elska það.

Ég byrjaði að nota það alveg fyrir tilviljun, vinkona mín var að losa sig við bleiur og ég þáði hjá henni nokkrar sem hún var hætt að nota og hummaði tortryggilega yfir BB. Hún gat samt ekki hætt að lofsama þær, svo ég sló til.

Coverin eru onesize- eiga að endast frá fæðingu og út bleiutímabilið og það reyndist rétt í okkar tilfelli, við byrjuðum að nota þau um 4 mánaða og þau entust og entust. Ég fékk mörg cover vel notuð frá vinkonu minni, notaði þau ríflega sjálf og í lok bleiutímabilsins áttu mörg þeirra mikið eftir svo ég seldi þau áfram.
Þau eru úr mjög vönduðu og endingargóðu efni og eftir endalausa þvotta sást bara ekki á þeim.

Þau voru skotheld, ég bara man ekki eftir því að hafa notað BB og það lekið. Sniðið féll vel að lærunum, náði vel upp og passaði einhvern veginn alltaf.

bbillustr
Mynd sem sýnir hvernig innlegg eru sett í cover

Innleggin eru nett og rakadræg. Þau koma í stærðum svo þau eru alltaf passleg. Við áttum mest græn innlegg sem eru fyrir minnstu krílin og svo stór blá og flest úr microfiber. Þau voru mjög rakadræg og lengi fannst mér alveg nóg að hafa eitt innlegg fyrir næturbleiuna en þegar daman var orðin rúmlega eins árs bætti ég næturbúster við og það entist okkur sem næturkerfi.
inserts
Það eru líka hemp innlegg hjá BB en ég vandist ekki á að nota þau og átti svo sem góðan stafla af þeim fyrir sem ég notaði bara áfram.

BB- kerfið er svo einfalt, setur innlegg í cover og allt er klárt, tekur innleggið úr og setur annað í ef allt er hreint ennþá. Smellurnar inni í coverunum halda bleiunum á sínum stað sem var mjög þægilegt. Þegar á leið fór ég að smella bara öðrumegin til að geta leikið mér meira með innlegg en samt  haft bleiuna í stærstu stillingu.

BB er einfalt og ódýrt kerfi, maður þarf ekki endalaust af bleium, þeir allra sparsömustu komast alveg af með 4-5 cover og c.a. 20 innlegg. Það er bara alveg ótrúlega lítið og kostar lítið af pening á heildina litið.

rebbi
BB cover með refum

Best bottom bleiurnar eru líka sjúklega fallegar, vel hannaðar og mynstrin vel heppnuð. Ég átti gíraffa-mynstur, refi og broddgelti. Einlit átti ég fjólublátt, dökkblátt og sægrænt.

 

Dragon scales coverið var svo vinsælt að ég fékk pöntun frá Ungverjalandi og mörg önnur mynstur hafa selst upp um leið og þau hafa komið á markaðinn.

dragonscales
Dragon scale cover frá BB